6.11.12

Kannski feitu pabbastrákarnir ættu bara að leggja sig (niður)?

Nú byrja feitu pabbastrákarnir enn að færa sig upp á skaftið.

Að þessu sinni vilja þeir til dæmis leggja niður Veðurstofuna. Kannski halda þeir að þá muni veðrið á Íslandi skána aðeins?

Eiginlega vilja þeir samt bara leggja allt niður. Þeir finnst líka ósköp gaman að gera lista. Meðal annars telja þeir upp Vegagerðina, fjárframlög til almenningssamgangna og Ríkisútvarpið (auðvitað), eina fjölmiðlabatterýið á Íslandi sem heldur úti menningarstarfsemi.

Ég hygg að feitu pabbastrákarnir trúi á „einstaklingsframtakið“.