5.11.12

Steypiregn

Mér hafa aldrei fundist kvikmyndirnar um James Bond neitt mjög skemmtilegar, aðallega vegna þess að James Bond er svo hégómafullur.

En ný heyrir til tíðinda: Nýjasta myndin, Skyfall, er langskásta Bond-mynd sem ég hef séð. (Ég hef reyndar ekki séð þær nærri því allar.) Mig minnir reyndar að hið sama hafi gilt um Casino Royale frá 2006 – hún var líka besta Bond-mynd sem ég hef séð. Þetta eru einu Bond-myndirnar þar sem Bond er ekki einhliða, aulalegur sprelligosi sem drepur bófa og serðir konur og hefur engar tilfinningar.

Í Skyfall fellir Bond meira að segja tár.

Að mínu viti er Daniel Craig góður Bond. Hann er alveg fáránlega ljótur, sem veitir karakternum aukna dýpt, og hefur úr betri handritum að moða en forverar hans.

Eyrun á honum ein sér eru næg ástæða til að sjá nýjustu myndina.