20.9.12

Góðar hugmyndir eru verstar

Hún hafði nýverið lagst í stórkostlega hausthreingerningu og þá ákveðið að breyta því hvar hún geymdi auðkennislykilinn sinn. Áður hafði hún geymt hann í litlu skríni efst á bókahillunni.

Nú fann hún hann ekki.

„Ég er viss um að á þeim tíma sem ég færði hann var ég að framfylgja einhverri mjög góðri hugmynd,“ sagði hún. „Góðar hugmyndir eru verstar.“