27.9.12

Úlfur í snjónum

Ég rakst á gömul skáldsögudrög, varla mjög góð. Í upphafi sögunnar yfirgefur kærasta aðalpersónunnar hann. (Hún aðalpersónan er sko „hann“: Úlfur). Kærastan fyrrverandi – Heiða – heldur til Berlínar í nám í „skapandi rýmisnýtingu“ (sem ég veit ekki lengur hvað er) og tekur með sér dóttur þeirra, Lísu, og okkar maður situr einn eftir, með sárt ennið.

Skömmu síðar brestur á snjóbylur.

Húsið þekst snjó. Og Úlfur er lokaður inni, einn með minningum sínum.

Hann er með samheitadellu. Þetta eru orðin sem hann kann yfir hinar ýmsu gerðir af snjó:

aska, áfreði, áfreri, bleytukafald, bleytuslag, blindöskjubylur, blotasnjór, brota, bylur, drift, drífa, él, éljagangur, fannburður, fastalæsing, fjúk, fjúkburður, flyksumjöll, fok, frostleysusnjór, fukt, fýlingur, fönn, grjónabylur, haglél, harðfenni, hjaldur, hjarn, hraglandi, hret, hreytingur, hríð, hríðarkóf, hryðja, hundslappadrífa, ísskel, kafald, kafaldi, kafaldsbylur, kafaldshjastur, kafaldshríð, kafaldsmyglingur, kafsnjór, kaskahríð, klessing, klessingur, kóf, kófviðri, krap, lausamjöll, lenjuhríð, leysing, logndrífa, lognkafald, maldringur, mjöll, moksturskafald, moldél, mugga, muggukafald, mulla, neðanbylur, nýsnævi, ofankafald, ofankoma, ofanhríð, pos, skafald, skafelgur, skafkafald, skafl, skafmold, skafrenningur, skæðadrífa, slitringur, slydda, slytting, snjóakk, snjóalög, snjóburður, snjóbörlingur, snjódrif, snjódyngja, snjófok, snjófukt, snjógangur, snjóhald, snjóhengja, snjóhraglandi, snjóhula, snjókoma, snjóreykur, snær, sólbráð, stórhríð, svælingsbylur