25.9.12

Umhyggja ömmu ljúfu

Áðan skrifaði ég foreldrum mínum tölvupóst þar sem ég lýsti í allöngu máli fábrotnu líferni mínu og hugleiðingum síðustu daga.

Mamma rölti til mömmu sinnar og las fyrir hana póstinn frá mér.

Amma hlustaði hljóð og spök á lesturinn, yfir tebolla.

Þegar honum lauk, voru viðbrögð hennar þessi:

„Hann vantar peninga, hann er svangur, hann er veikur og hann langar í pönnukökur.“