(Rasíski tungumálamaðurinn)
Rétt í þessu skráði ég mig í frönskunámskeið við Sorbonne. Á skrifstofu skólans tók við mér ungur, snyrtilegur maður, mjög nærgöngull um einkahagi mína. Að vanda brást ég við með einsatkvæðisorðum og tortryggilegu brosi, sem gerði hann enn nærgöngulli.
Hann talaði frönsku og ég svaraði honum á frönsk-ensku, frensku.
„Ætlarðu að vera í Frakklandi?“
„Hvað áttu við?“
„Ætlarðu að vera í Frakklandi?“
„Ehm. Já. Á meðan námskeiðið stendur yfir.“
„Gott.“
Næst vildi hann að ég borgaði. Ég kaupi mér næstum því aldrei neitt og því kom það seðlaveskinu mínu talsvert á óvart þegar ég dró það upp úr vasanum og reiddi af öryggi fram feitt búnt af Evrum, án þess af hika.
En kæruleysislegt yfirbragð mitt var bara gríma. Að greiða með einni hreyfingu margfaldar mánaðartekjur án þess að uppskera neitt áþreifanlegt í staðinn var dálítið eins og að seilast upp í skák eftir krukku af smákökum en vera í staðinn sleginn í andlitið með typpi.
Ungi, snyrtilegi maðurinn sagðist vilja að ég þreytti stöðupróf í frönsku.
„Nei, það er nú alveg óþarfi,“ sagði ég. „Settu mig bara í hóp með byrjendunum.“
„Ah, nei, það viltu nú varla. Í þeim hópi eru bara Kínverjar!“
Við þetta orð, Kínverjar, fór um mig ískaldur hrollur. „Ugh, nei!“ sagði ég. „Það vil ég nú ekki.“
„Ég held þú neyðist til að taka prófið,“ sagði ungi, snyrtilegi maðurinn, grafalvarlegur.
„Allt í lagi,“ sagði ég, en bað um að fá frekar að þreyta það viku, bara alls ekki í dag.
Nú reynir á að ég standi mig.
Annars lendi ég í hópi með Kínverjunum.