Í stórborginni öskra allir. Börnin, fullorðna fólkið, bílarnir. Fjarvera gróðurs og annarra dýra en afskræmdra dúfna. Jafnvel eplin öskra þegar ég bít gegnum hýðið. Pennarnir öskra þegar þeir tæmast, brunda síðustu blekgusunni yfir pappírinn.
Og allt er HART. Malbikið auðvitað, en líka svipbrigði fólksins, viðmótið og tónlistin sem flæðir óendanlega úr heyrnartólum farþega neðanjarðarlestanna. Laufblöðin stirðna á meðan þau falla til jarðar, ötuð ryðbrúnu, haustgulu blóði sínu storknuðu, liggja á hörðum strætunum, undir hörðum trjágreinum.
Allt öskrandi og hart, öskrandi hart.