Um leið og eitthvað fer þar aflaga, gufar upp allur sálarfriður.
Við verðum illskeytt, gröm, andstyggileg.
(Ég held reyndar að ástand meltingarfæranna sé ekki síður heillandi – og aðkallandi – viðfangsefni en flækjur sálarlífsins og raunar mesta furða hversu skarðan hlut það ber frá borði í lýsingum skáldsagnahöfunda og ljóðskálda.)
Sá sem getur ekki tæmt úr þörmunum er dæmdur til að klúðra lífi sínu.