28.9.12

The Bourne Legacy

í kvöld sá ég bíómyndina The Bourne Legacy. Ég hef ekki séð fyrri myndirnar þrjár og þessi var mjög skrítin. Fyrsta hálftímann skildi ég ekkert.

Svo sprakk fjallakofi. Þá hrökk ég aðeins í gang.

Spennan náði hámarki í miklum eltingaleik um götur Manila á Filippseyjum. Þar var mikið fjör á mótórhjólum, en entist svo lengi að ég sofnaði. Ég hrökk upp þegar góði karlinn og góða konan voru komin í bát í Kyrrahafinu og lokalagið hófst.

Upp með hendur!

Ég var mjög ánægður með að allt skyldi enda vel að lokum.

Hið sama er hins vegar ekki hægt að segja um portúgölsku þjóðsöguna sem ég las í gær. Hún endaði á þessum orðum:

„Prinsessan og prinsinn lifðu saman til æviloka, lokuð inni í kastalanum.“