Fyrr í dag hrökklaðist ég í vesaldómi mínum inn á Starbucks, og þegar afgreiðslustrákurinn krafði mig um nafn til að rita á götumálið mitt, kvaðst ég heita Batman.
Honum stökk ekki bros, heldur ritaði þetta stórum stöfum á götumálið.
BATMAN.
Skömmu síðar, þegar kaffið mitt var komið í götumálið sem á stóð BATMAN, kallaði annar afgreiðslustrákur: „Batman! Kaffi Batmans er tilbúið!“
Honum stökk ekki heldur bros.
Ég tók við götumálinu og gekk út.