2.10.12

Mín augu eru aðeins ætluð þér

skýin dorma fölvanga og freðin
fuglar hrynja af himni í blómabeðin
mín augu eru aðeins ætluð þér
mín augu eru aðeins ætluð þér

sverrir norland tyllir sér á tærnar
tígrisdýrið brýnir á sér klærnar
mín augu eru aðeins ætluð þér
mín augu eru aðeins ætluð þér

eflaust er til mörg hver myndardama
máske er hér viðstaddur alveg sláandi gelluher
en mér er svo sem alveg sama
mín augu eru aðeins ætluð þér

kannski máninn standi úti á stræti
eða stökkvi milli húsþaka á öðrum fæti
mín augu eru aðeins ætluð þér
mín augu eru aðeins ætluð þér

sólin stígur hliðar saman hliðar
og sígur svo alveg örmagna til viðar
mín augu eru aðeins ætluð þér
mín augu eru aðeins ætluð þér

eflaust er til margur myndargæi
máske er hér viðstaddur heimsins fríðasti töffaraher
en ég er svo sem líka allt í lagi
og mín augu eru aðeins ætluð þér


(2010)