Ekki leynir sér að höfundur greinarinnar, Camille Paglia, elskar listamanninn heitar en eigið líf.
Svona lítur Lucas út á stundu þar sem einhver tók ljósmynd af honum, en hefði betur sleppt því:
Svona lítur Lucas út á stundu þar sem einhver tók ljósmynd af honum, en hefði betur sleppt því:
Lucas notar hárgel frá Shockwave. |
Sjálfsagt er viðeigandi að tæknilúðinn mesti sé jafnframt mesti listamaðurinn dagsins í dag. Þar með skipar hann sér sess við hlið hinnar stóru hetju nútímans, Steve heitins Jobs, hippíska tæknifrumkvöðulsins sem einnig var dálítið nördalegur.
Hetjur rafeindaaldar hljóta líka að vera dálítið nördalegar. Einu sinni notuðu hetjur spjót, nú nota þær snúrur.
Hins vegar veit ég svo sem ekki hvort sú fullyrðing að George Lucas sé mesti listamaður nútímans standist skoðun. Ég man þó að mér fundust gömlu Stjörnustríðs-myndirnar rosa skemmtilegar sem barn. Ég horfði á þær aftur og aftur með vinum mínum. Mér fundust þær næstum því jafn skemmtilegar og mér fundust nýju Stjörnustríðsmyndirnar leiðinlegar sem unglingur.
Jar Jar Binks – mest pirrandi persóna kvikmyndasögunnar – á dauðastundinni. |