10.10.12

Stórborgarlífið

Nú hefur götunni minni í París, rue Jean et Marie Moinon, verið lokað af lögreglubílum. Þetta er ekki einsdæmi, enda stundar dópsalagengi starfsemi sína hér í götunni, auk þess búa ýmsar vafasamar persónur í næsta nágrenni, melludólgar, gleðikonur, fleiri. Lögreglumenn með vélskotabyssur hafa raðað sér upp hér skammt frá glugganum mínum og innan úr einu greninu berast móðursýkisleg, dýrsleg öskur, skræk og óttaleg. Sírenur gelta í fjarska. Á meðan held ég áfram að hripa niður ljóð og gera nokkrar armbeygjur til að liðka mig. Quinoa-korn malla í potti í eldhúskróknum. Kvöldið er rétt að hefjast.