Fyrr í dag gekk ég um fagran kynjaskóg, baðaðan haustlitum, ásamt franskri stórfjölskyldu sem tók mig, af einskærri gæsku sinni, að sér, svo að ég lenti ekki á villigötum, en í þeim fríða hópi var á meðal annarra mjög ljúf, vangefin kona á fertugsaldri, sem ræddi við mig á þessa leið:
„Kúkú!“
„Kúku.“
„(...)“
„(...)“
„Kúkú!“
„Kúku.“
„(...)“
„(...)“
„Kúkú!“
Sól skein í heiði og litir skógarins voru dásamlega margbreytilegir. Ég týndi fjólubláa sveppi sem litu út fyrir að vera mjög eitaðir og á eftir ætla ég að borða þá.
Í fjarska blésu menn frjálslega í lúður, því að þeir vildu skjóta elgdýr.