16.10.12

Tilhugsunin um náttborð

Oft er talað um það að þessi eða hin bókin eigi heima „á hverju náttborði“.

Ég rak mig á það um daginn að ég hef sjálfur aldrei átt slíkan innanstokksmun – svonefnt „náttborð“.

Ég held að mig langi líka ekkert í náttborð og að ég sé eiginlega feginn því að hafa aldrei átt náttborð.

Mér finnst tilhugsunin um náttborð ógeðsleg.

Náttborð.