Í tölvupósti einum, sem einhver sendi mér í dag án þess að ég viti af hverju, segir svo um nýútkomna plötu íslensks tónlistarmanns*:
„On his new release, Born to Be Free, Borko captures the essence of both calmness and complexity with a sense of charismatic vibrancy.“ [Mín greinarmerkja- og stafsetning.]
Þessi lýsing virkar kannski ekki svo ýkja klikkuð við fyrsta lestur, en hún er hins vegar stjörnubiluð ef að er gáð, einkum ef úthaldsgóður lesandi rennir yfir hana aftur:
„On his new release, Born to Be Free, Borko captures the essence of both calmness and complexity with a sense of charismatic vibrancy.“
Og síðan aftur:
„On his new release, Born to Be Free, Borko captures the essence of both calmness and complexity with a sense of charismatic vibrancy.“
Og síðan aftur:
„On his new release, Born to Be Free, Borko captures the essence of both calmness and complexity with a sense of charismatic vibrancy.“
Og síðan aftur:
„On his new release, Born to Be Free, Borko captures the essence of both calmness and complexity with a sense of charismatic vibrancy.“
Þetta mætti sjálfsagt íslenska svo:
„Á nýrri hljómplötu, „Fæddur til frelsisins“, fangar Borko í senn kjarna rólegheitanna og þess sem er margslungið, en ýjar jafnframt að því að hann sé heillandi persónuleiki.“
Mér finnst það nokkuð vel að verki staðið, ef Borko hefur tekist að fanga „kjarna rólegheitanna“ með nokkrum mínútum af hljóði, en auk þess „kjarna hins margslungna“, og það án þess að koma öðrum fyrir sjónir sem þorpari.
* Ég tek fram að ég hef ekki hlustað á plötu Borko, og ég er viss um að hún er hin fínasta smíði, sem tengist efni þessarar færslu líka ekki neitt.